Sony Xperia E4g - Stillingar myndupptökuvélar

background image

Stillingar myndupptökuvélar

Til að stilla stillingar upptökuvélarinnar

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á eitt af stillingartáknunum á skjánum.

3

Pikkaðu á til að birta allar stillingar.

4

Veldu stillinguna sem þú vilt breyta, breyttu henni síðan.

Yfirlit yfir stillingar myndupptökuvélar

Myndskeiðsupplausn

Stilltu upplausn myndskeiða fyrir mismunandi snið.

Fullt HD

1920×1088(16:9)

Fullt HD (fullt háskerpu) snið með 16:9 myndhlutfalli.

Háskerpa

1280×720(16:9)

HD (háskerpu) snið með 16:9 myndhlutfalli.

VGA

640×480(4:3)

VGA snið með 4:3 myndhlutfalli.

Margmiðlunarskilaboð

Taktu upp myndskeið sem henta til að senda í margmiðlunarskilaboðum. Upptökutími þessa myndsniðs er

takmarkaður svo myndskeiðsskrár passi í margmiðlunarskilaboð.

Þessi stilling er einungis í boði í

Handvirkt tökustillingunni.

82

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Sjálfvirk tímastilling

Með tímastillinum er hægt að taka upp myndskeið án þess að halda á tækinu. Notaðu

þennan eiginleika til að taka upp myndskeið af hóp þar sem allir geta verið á

myndskeiðinu. Þú getur einnig notað tímastilli til að koma í veg fyrir að myndavélin hristist

við upptöku myndskeiða.

Kveikt (10 sek.)

Veldu 10 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndskeið er tekið upp.

Kveikt (2 sek.)

Veldu 2 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndskeið er tekið upp.

Slökkt

Myndupptakan hefst um leið og þú pikkar á myndavélarskjáinn.

Smile Shutter™ (myndskeið)

Notaðu eiginleikann Smile Shutter™ til að ákveða hvernig brosi myndavélin bregst við

áður en myndskeið er tekið.

Fókusstilling

Fókusstillingar stýra því hvaða hluti myndskeiðsins er skarpur. Þegar kveikt er á

samfelldum sjálfvirkum fókus stillir myndavélin stöðugt fókus til að svæðið innan hvíta

fókusrammans haldi skerpu sinni.

Stakur sjálfv. fókus

Myndavélin stillir sjálfkrafa fókus á valið myndefni. Kveikt á samfelldum sjálfvirkum fókus.

Andlitsgreining

Myndavélin nemur sjálfkrafa allt að fimm mannsandlit og birtist rammi utan um þau í myndglugganum.

Myndavélin stillir sjálfkrafa fókus á andlitið sem er næst. Einnig er hægt að velja hvaða andlit á að stilla fókus á

með því að pikka á það á skjánum. Þegar þú pikkar á myndavélarskjáinn sýnir gulur rammi hvaða andlit er

valið og í fókus. Ekki er hægt að nota andlitsgreiningu í öllum umhverfisstillingum. Kveikt á samfelldum

sjálfvirkum fókus.

Eltifókus á myndefni

Þegar þú velur hlut með því að snerta hann í myndglugganum fylgir myndavélin honum fyrir þig.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni

Handvirkt .

Mæling

Þessi eiginleiki ákvarðar sjálfkrafa rétta lýsingu með því að mæla magn ljóssins í mynd

sem á að taka.

Miðjun

Stillir lýsingu á miðju myndarinnar.

Meðaltal

Reiknar út lýsingu samkvæmt magni ljóssins á allri myndinni.

Punktur

Stillir lýsingu á mjög litlum hluta myndarinnar sem á að taka.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni

Handvirkt .

Myndskeiðahristivörn

Erfitt getur verið að halda tækinu stöðugu þegar myndskeið er tekið upp. Hristivörnin

dregur úr áhrifum vegna smávægilegra hreyfinga handarinnar.

Hljóðnemi

Veldu hvort taka á upp hljóð þegar myndskeið eru tekin upp.

83

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Forskoðun

Þú getur valið að forskoða myndskeið sem þú hefur nýlokið við að taka.

Kveikt

Þegar þú hefur tekið myndskeið birtist forskoðunin.

Breyta

Að töku lokinni opnast myndskeiðið svo hægt sé að gera breytingar.

Slökkt

Myndskeiðið vistast að töku lokinni og engin forskoðun birtist.

Flass

Notaðu ljósið til að taka upp myndskeið þegar lýsing er léleg eða þegar baklýsing er til

staðar. Myndupptökuflasstáknið er bara tiltækt á myndupptökuvélarskjánum. Athugið

að stundum geta myndgæðin verið betri án ljóssins, jafnvel þótt lýsingin sé léleg.

Kveikt

Slökkt

Val á umhverfisstillingu

Umhverfisstilling gerir þér kleift að setja upp myndavélina á fljótlegan hátt fyrir algengar

aðstæður með því að nota forstilltar umhverfisstillingar. Myndavélin ákvarðar ýmsar

stillingar sem passa við valið umhverfi og tryggja myndgæði hreyfimyndarinnar.

Slökkt

Slökkt er á umhverfisstillingu og þú getur tekið upp myndskeið handvirkt.

Mjúk smella

Notað fyrir töku myndskeiðs með mjúkan bakgrunnum.

Landslag

Notað fyrir landslagsmyndskeið. Myndavélin stillir fókus á fjarlæga hluti.

Nótt

Þegar næturstillingin er virk er ljósnæmi aukið. Notað í illa lýstu umhverfi. Myndskeið af hlutum á mikilli

hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri eða notaðu stuðning. Slökktu á næturstillingunni

þegar birtuskilyrði eru góð til að bæta myndgæðin.

Strönd

Notað fyrir myndskeið af umhverfi við sjó eða vatn.

Snjór

Notað við bjartar aðstæður til að koma í veg fyrir yfirlýstar hreyfimyndir.

Íþróttir

Notað fyrir myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu. Stuttur lýsingartími dregur úr óskýrleika vegna

hreyfingar.

Partí

Notað við upptöku myndskeiða innandyra í illa lýstu umhverfi. Þetta umhverfi nemur bakgrunnsljós eða

kertaljós innandyra. Myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri

eða notaðu stuðning.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni

Handvirkt.

84

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.